viðbótar Ráðleggingar
Ég vildi gera sérstakar ráðleggingar fyrir aðstandendur, vini og fólk sem umgengst einstaklinga sem glímir við eftirheilahristings-heilkenni. Ástæðan fyrir því er að ég varð oft alveg ótrúlega pirruð á að fá a lltaf sömu spurningarnar aftur og aftur og fékk oft athugasemdir sem mér fannst mjög dónalegar. Þess vegna vildi ég nefna hér nokkra hluti sem mér finnst að þið ættuð að hafa á bak við eyrað.
Ekki spyrja einstaklinginn sem er með eftirheilahristings-heilkenni endalausra spurningar því að við fáum endalausar spurningar frá svo gríðarlega mörgu fólki og oft dónalegar athugasemdir sem að sýna engan skilning, láta okkur líða illa
og við hugsum um í marga daga, jafnvel vikur eftir. Ég mæli eindregið með því ef þú veist ekki hvað einstaklingurinn er að glíma við, að fræðast um heilkennið og spyrja þá frekar færri spurninga. Ef þú vilt vita hvernig einstaklingnum gengur og fá nýjustu fréttir alltaf þá mæli ég með því að tala við nánasta aðstandanda og fá hann frekar til að svara þínum spurningum
til að létta á spurningaflóðinu sem að einstaklingurinn þarf
að glíma við.Ef þér finnst einstaklingar sem glíma við eftirheilahristingsheilkenni vera algjörir aumingjar sem gera ekki neitt, vegna þess að
við vinnum ekki eða erum ekki í skóla þegar endurhæfingarferli er í gangi, þá myndi ég bara ekkert vera að koma með dónalegar athugasemdir. Ég segi alltaf bara “Ekki dæma það sem þú skilur ekki”. Að segja dónalegar og móðgandi athugasemdir gagnast engum. Það sýnir bara skilningsleysi og mikinn dónaskap sem hægt er að forðast algjörlega ef fólk heldur þessum athugasemdum fyrir sig.Það eru ekki bara einstaklingarnir með eftirheilahristingsheilkennið sem þurfa stuðning heldur einnig þeirra nánustu aðstandendur. Ég mæli eindregið með að tékka reglulega á því hvernig nánustu aðstandendunum líði og reyna að vera til
staðar fyrir þá. Þetta tekur líka alveg gríðarlegan á þá og þeir þurfa líka stuðning.