ALMENNT UM ENDURHÆFINGUNA

 
Almennt um endurhæfingu.jpg

Það sem er mikilvægast að átta sig á, er að þessi endurhæfing
er ekki eins og endurhæfing eftir beinbrot eða skurðaðgerð.
Þetta er ótrúlega flókin endurhæfing þar sem unnið er með ótrúlega mikið af mismunandi þáttum, það er líkamlega þætti, vitsmunalega og tilfinningalega þætti. Fólk þarf að átta sig á því að endurhæfingarferlið er hvorki auðvelt né greið leið. Það koma bakslög og erfiðleikar mörgum sinnum í gegnum ferlið.

Eftirfarandi mynd lýsir endurhæfingarferlinu eftir eftirheila-hristingheilkenni alveg gríðarlega vel, að mínu mati. Maður dregur upp mynd í höfðinu um hvernig þetta muni ganga en
gerir sér ekki grein fyrir því að ferlið er ekki eins og planið sem þú ert búin að ímynda þér. Ég hengdi því þessa mynd upp á vegg til að minna mig reglulega á að þetta ferli, sem ég er í, tekur langan tíma og að ég er að standa mig vel. 

endurhæfing.png
 

„Þegar fólk segir endurhæfing, þá hugsar maður iðulega um að komast aftur á þann stað sem þú varst fyrir slysið/höggið. En það er engin leið til að komast þangað því að þú batnar ekki bara, heldur þú finnur sjálfa/n þig upp á ný. Þú verður önnur manneskja þegar bataferlinu lýkur.“

 

Mér finnst einnig mikilvægt að nefna það, að oft virðist maður ekki vera að gera neitt í endurhæfingunni. Mér leið svo oft þannig, að ég væri ekki að gera nóg, ég væri ekki nógu dugleg og af hverju það væri ekki bara hægt að gefa mér nákvæmar leiðbeiningar til að ég jafni mig. Samt sem áður áttar maður sig ekki á að daglegar athafnir eru ótrúlega miklar æfingar. Maður æfir einbeitingu, athygli, áreiti, ljósfælni, hávaðafælni t.d. í samskiptum eða matarboðum og  í öðrum dags daglegum athöfnum. Maður æfir sig í að læra á einkenni
sín sem skiptir alveg gríðarlegu miklu máli, því ef maður gerir sér grein fyrir því hvað maður getur gert og hvaða orku maður hefur til að gera hluti, þá lærir maður að þekkja hvaða hlutir hafa versnandi áhrif á einkenni manns. Í öllu þessu ferli er maður er að fara í gegnum sorgarferli sem tekur gríðarlega mikla orku frá manni og maður er að reyna að halda sjálfum sér uppi í öllu þessu. Það er því
í raun alveg gríðarlega mikið sem maður er að gera og allir hlutir sem maður til dæmis byrjar á að stilla inn í endurhæfinguna, eins og að fá rútínu á svefninn sinn, skiptir alveg gríðarlegu miklu máli og getur líka tekið alveg gríðarlega langan tíma. Ég trúi því samt að á endanum þá verði allt þetta þess virði og maður verði sterkari, skilningsríkari og betri einstaklingur fyrir vikið.

 
boarderar astros heimasíða-01.jpg