ÁFALLASTREITURÖSKUN OG SÁLFRÆÐILEG VIÐBRÖGÐ EFTIR SLYS
Af hverju sálfræðileg viðbrögð eftir slys geta átt við um heilahristing
Rétt eins og þegar ónæmiskerfið þitt kemur inn sem svörun við djúpum skurði
eða sýkingu, þá kveikja kringumstæður og eftirköst heilaáverka á sálfræðilegum viðbrögðum. Líkamlegur og tilfinningalegur sársauki sem fer yfir persónulegan
þröskuld þinn getur valdið þér ógleði, doða eða jafnvel valdið yfirliði. Slík líkamleg viðbrögð eru oft hluti af sálrænum sviptingum.
Sálfræðileg viðbrögð fela einnig oft í sér tilfinningalega og vitsmunalega hegðunarþætti. Tilfinningalegir þættir geta verið afneitun, það að forðast hluti, kvíði, tilfinningalegur dofi, sorg eða sektarkennd. Vitsmunaþættir geta verið í formi ásökunar, að réttlæta
fyrir sjálfum sér og/eða að vera dómharður. Hegðunarþættir geta verið árásargirni,
reiði, hlédrægni, skert geta, skortur á stjórn og yfirgnæfandi sorg. Í mörgum tilfellum þróast hegðunarleg svörun yfir í líkamleg einkenni svo sem höfuðverki, sár, brjóstverki, svefnvandamál eða bælingu á ónæmiskerfinu.
Hvernig sálfræðileg viðbrögð eftir slys geta verið
Einkenni eftir heilahristing eru oft persónuleg upplifun á því að maður sé í hörmulegri stöðu. Þú getur haft tilfinningar um að þú hafir glatað, tapað, misst af lestinni. Margir verða mjög pirraðir og þeim líður eins og þeir sé algjörlega ófullnægjandi. Þar að auki getur þú þjáðst af kvíða yfir skyndilegu stjórnleysi þínu á hlutunum og borið með þér
þá tilfinningu að þú hafir brugðist sjálfum þér og fjölskyldu þinni.
Þegar hugur þinn og líkami eru ekki í sátt eða jafnvægi er neyðarmerki sent til að gefa
til kynna að þú sért í hættu. Neyðarmerkið getur verið í formi sársauka. Til að forðast
að finna fyrir þessum sársauka eru viðbrögð hugar þíns eða líkama að sökkva á sér
í gegnum fyrsta viðbragðið, dofa. Eftir þetta stig er annað stig af svörun líkamans við þessu ástandi sem kallast “berjast/flýja/frjósa “(betur þekkt sem fight/flight/freeze).
Á þessum tímapunkti velja sumir “baráttuvalkostinn”, það er, þeir taka sóknina sem
leið til að takast á við eftiráhrif heilahristingsins. Þeir geta þá sýnt slík viðbrögð með munnlegri eða líkamlegri árásargirni, þeir taka reiði sköst og ásaka aðra. Aðrir velja flóttavalkostinn þar sem þeirra sálfræðilegu viðbrögð eru þau að draga sig í hlé, flýja
eða verja sig sálrænt gegn skyndilegum persónulegum breytingum á þeim sjálfum.
Þessi hlédrægni eða afturköllun getur birst í mismunandi myndum, þar á meðal líkamlegri afturköllun ( svo sem bókstaflega í því að flýja frá slysstað), afneitun
(að neita að trúa að slysið hafi átt sér stað), réttlætingu (koma með útskýringu
á orsökum þess) eða sektarkennd (að kenna sjálfum sér um). Einstaklingur sýnir
„frjósa“ hegðun þegar óttinn um að eitthvað sé yfirþyrmandi grípur hann. Hann
verður þá tilfinningalega og stundum líkamlega lamaður og ófær um að virka eða
starfa eðlilega.
Í flestum tilvikum birtast sálfræðileg viðbrögð ekki í aðskildum hlutum, heldur sem blanda af viðbrögðum. Til dæmis ef þú slasast í íþróttakeppni eða bifreiðarslysi, gæti
það verið tilfinningalega auðveldara fyrir þig að láta í ljós reiðstilfinningu við leik-manninn sem slasaði þig eða gagnvart ökumanninum (árásargirni) og heimta að áreksturinn verði talinn honum eða henni að kenna ( réttlæta og að kenna öðrum um) frekar en að viðurkenna að þetta gæti hafa verið þér að kenna og beina hugsunum að skertri getu þinni eða afleiðingum sem þú stendur frammi fyrir. Þetta á sérstaklega við ef slík viðurkenning gæti verið sársaukafull, t.d. Ef um áfengi eða fíkniefni var að ræða, eða ef ástvinur slasaðist meðan þú varst á bak við stýrið, eða ef þú verður að takast á
við varanlega líkamlega skerðingu eða fötlun af einhverju tagi.
Áfallastreituröskun
Önnur möguleg sálfræðileg viðbrögð sem geta komið fram í tengslum við eftirheila-hristingsheilkenni er áfallastreituröskun. Áfallastreituröskun er oftast tengd við meiðsli vegna ofbeldis svo sem bardaga, líkamsárás, heimilisofbeldi eða bílslys. Með þessari röskun finnur þú sjálfan þig ósjálfrátt endurupplifa áfallið í huganum. Þú gætir einnig fengið martraðir, tilfinningar um yfirgnæfandi hjálpleysi og kvíða, fundið fyrir tauga-veiklun og því að verða auðveldlega fyrir truflunum og þunglyndi. Ef þú ert líka með minnisleysi, í stað þess að endurupplifa atvikið og fá martraðir, gætir þú fundir fyrir tilfinningalegum eða líkamlegum tilfinningum sem eru framkallaðar af hljóði, litum, hitastigi eða öðru áreiti sem er á einhvern hátt tengt slysinu. Til dæmis gæti það að brjóta klaka komið þér í uppnám vegna þess að það líkir eftir hljóðbrotinu af
gleri sem er að brotna. Viðbrögðin við áfallastreituröskun geta aukist ef hörmungin
var lífshættuleg og olli því að þú varst óvenjulega varnarlaus.
Hvernig sem sálfræðilegu viðbrögðin birtast, muntu örugglega finna fyrir tilfinningu
um sektarkennd og skömm yfir vanhæfni til að lifa lífinu eins og áður. Þessar tilfinningar geta skilið þig eftir einangraða, ásakandi og fulla af efasemdum um þig sjálfa/n.
Hagnýt ráð
og tillögur
Maður þarf að læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum með því að finna leiðir til að
flýta fyrir bata þínum vegna einkennanna. Tillögurnar hér að neðan geta hjálpað þér
við að takast á við sálræna eftirmála meiðsla þinna:
Horfðu á upplýsandi kvikmyndir. The Brain Injury Association býður upp á upplýsandi efni um heilahristing og eftirheilahristingsheilkenni.
Þú getur fundið stuðning með því að fara á jafningjafundi með fólki sem er með svipuð einkenni eftir heilaáverka. Hugarfar stendur fyrir jafningjafundum hjá fólki með heilaskaða, mælt er eindregið með því að sækja slíka fundi.
Ef þú átt það ekki nú þegar, skaltu íhuga að fá þér gæludýr. Rannsóknir hafa sýnt
að gæludýraeigendur ná bata fyrr en þeir sem eiga engin gæludýr. Hvaða gerð af gæludýri sem þig langar til að eiga, skiptir ekki öllu, ef þú sérð fram á að geta séð um gæludýrið. Gerðin sem þú velur ætti að ráðast af þinni getu og húsnæðis-aðstæðum.Reyndu að forðast athafnir sem krefjast skipulagningarhæfni og minnis, eða færni sem þú átt í erfiðleikum með eftir heilahristinginn. Tökum sem dæmi þá færni að elda mat, eða hafa matarboð sem krefst skipulagningar og oft flókins undirbúnings. Það að koma sér í þá aðstöðu, er líklegt til að draga fram vankanta á hugsunarfærni og getur verið mjög pirrandi.
Þegar þú finnur fyrir kvíða eða pirringi skaltu nota fyrirbyggjandi aðferðir með því fara t.d. í bað, fara í göngutúr, gera jógaæfingar, dansa, syngja, telja upp að tíu eða nota slökunartækni eins og djúpöndun.
Reyndu að forðast algjörlega áfengisneyslu eða að reykja sígarettur til að róa þig niður. Þessi efni gætu virst hjálpa til skamms tíma, en þau geta í raun valdið því
að mörg PCS-einkenni versna til munaEkki reyna að lækna þig með ólyfseðilsskildum lyfjum, grasalækningalyfjum. Ofnotkun eða óviðeigandi skammtar geta valdið frekari fylgikvillum. Ekki treysta
á hluti sem virka fyrir aðraÁður en þú notar einhver lyf sem þú kaupir án lyfseðils skaltu ráðfæra þig við lækni.
HEIMILDASKRÁ
Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.