Eftirheilahristingsheilkenni /
post concussion syndrome

 
Hvað er eftirheilahristingsheilkenni.jpg

Hvað er eftirheilahristingsheilkenni?

Eftirheilahristingsheilkenni, einnig þekkt sem PCS, er þegar einkenni heilahristings eru viðvarandi umfram “venjuleg” tímaviðmið í bataferli.  Meirihluti þeirra einkenna sem fylgja heilahristingum hverfa að fullu á um 2 vikum og nánast öll einkenni eru sem betur fer í flestum tilfellum horfin eftir mánuð. Í þeim tilvikum þar sem einkenni heilahristings vara lengur en 1–2 mánuði er möguleiki á að um sé að ræða eftirheilahristingsheilkenni (PCS).

Einstaklingar með eftirheilahristingsheilkenni geta fundið fyrir einkennum heilahristings hvort sem er í hvíld eða þegar það er of mikil vitræn eða líkamleg áreynsla. Einkennin neyða þá til að draga sig út úr þeirra hefðbundna lífi og hafa einkennin bæði líkamleg og félagsleg áhrif.

 

Hversu alvarlegt er að vera með eftirheilahristings–heilkenni?

Eftirheilahristingsheilkenni getur verið mjög hamlandi fyrir einstaklinga. Þeir þurfa ekki einungis að reyna að hafa stjórn á einkennum heilahristings, sem geta aukist verulega við dagsdaglegar athafnir, heldur þurfa þeir einnig að endurskipuleggja líf sitt með tilliti til þeirra athafna og aðstæðna sem þeir geta ekki lengur verið í. Þetta getur haft veruleg áhrif á líkamlega, vitsmunalega og andlega þætti en einnig á fjölskyldulíf, vinnu, jafnvægi og sjónhreyfingar. Einstaklingar með eftirheilahristingsheilkenni þurfa að takast á við ótrúlega átakanlega áskorun sem reynir á svo margvísleg svið að það virðist nánast ógjörningur að sigrast á þeim.

 

HEIMILDASKRÁ

Concussion Legacy Foundation. (e.d.). What is PCS?. Sótt 14.nóvember 2019 af https://concussionfoundation.org/PCS-resources/what-is-PCS