GEÐRASKANIR
Eftiráhrif eftirheilahristingsheilkennis eru útbreidd og hafa ekki aðeins áhrif á líkamlega heilsu þína heldur einnig tilfinningalega líðan þína. Sambandið á milli heilaáverka og tilfinninga manns er mjög samtvinnað. Þetta er ekki tilfellið með geðraskanir. Heila-áverki veldur ekki geðsjúkdómum sem slíkum, en hann getur aukið fyrirliggjandi vandamál að því marki að geta til að starfa getur verið í hættu. Til að flækja málin
enn frekar geta einkenni geðraskana stundum verið lík einkennum eftirheila-hristingsheilkennis.
Hvaða geðraskanir geta komið upp?
Kvíðaraskanir
Skapraskanir
Þráhyggju- og árátturöskun
Persónuleikaraskanir
Geðrof
Aðgreindarröskun (Dissociative Disorder)
Geðvefrænar raskanir (Somatoform disorder)
“Factitious Disorder and Milingering”
“Disorders of Infancy, Childhood, or Adolescence”
Hagnýt ráð og tillögur
Þegar kemur að geðrænum vandamálum er meðferð undir handleiðslu geðheilbrigðisstarfsmanns öruggasta leiðin til bata. Hins vegar er ýmislegt sem þú getur gert til að flýta fyrir ferlinu upp á eigin spýtum og aukið líkurnar á árangri í endurhæfingu. Hér eru nokkrar gagnlegar hugmyndir:
Viðurkenndu heiðarlega þá staðreynd að þú ert í vandræðum og taktu ábyrgð á því. Þú munt ekki geta framkvæmt þær breytingar sem þú
þarft til að koma þér þangað sem þú vilt fara, nema þú gerir þetta.Reyndu að krefjast þess að vinna með geðheilbrigðisstarfsmanni
sem hefur skilning á heilaskaða og áhrifum hans á geðræna heilsu.Finndu stuðningshóp eða farðu á jafningjafundi (Hugarfar er með jafningjafundi fyrir fólk sem hefur hlotið heilaáverka)
Vertu meðvitaður um að hjálp fyrir fólk með langvarandi geðræn vandamál er oft nauðsynleg.
Leyfðu þér að vera móttækilegur fyrir leiðsögn og hvatningu fjölskyldu og vina
HEIMILDASKRÁ
Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.