ÁFENGIS-, EITURLYFJA- OG VÍMUEFNAVANDAMÁL

 
Áfengis, eiturlyfja....jpg
 

Það er þekkt um allan heim að meirihluta bifreiðaslysa, líkamsárása og meiðsla eru á einhvern hátt tengd notkun áfengis, fíkniefna og lyfja eins og Benadryl eða Ambien. Það er mjög mikilvægt að lesa sér til um hugsanlegar aukaverkanir lyfja sem þú tekur. Lengd einkenna eftir heilahristing og geta manns til að ná sér er í beinum tengslum við áfengisneyslu, mat sem við borðum þegar okkur líður illa (comfort foods), fíkniefni og misnotkun ávísaðra lyfja.

 

Hagnýt ráð
og tillögur

 
  • Viðurkenndu og samþykktu það að þú hefur áfengis-, eiturlyfja- eða vímuefna-vandamál.

  • Áttaðu þig á því að þú munt ekki ná bata eftir heilahristinginn nema þú hættir
    að neyta áfengis, hættir að reykja, taka fíkniefni eða önnur skaðleg efni.

  • Finndu og gakktu í stuðningshóp þar sem þú finnur þig vera velkominn/velkomna
    og líður vel í.

  • Hreyfðu þig á erfiðleikastigi og tíðnistigi sem þér finnst viðráðanlegt og hjálpsamt.

  • Eyddu tíma úti og njóttu þess að vera í náttúrunni. Þú getur til dæmis farið í göngutúr í skóginum eða í hverfinu þínu.

  • Finndu leiðbeinanda sem getur stutt við bæði þig og aðstandendur þína.

Heilahristingurinn sem þú hlaust hefur væntanlega upphaflega ekki verið tengdur áfengis-, eiturefna-, eða vímuefnaneyslu þinni. Hins vegar, ef svo var raunin, verður þú og fjölskylda þín að gera ykkur grein fyrir því að til þess að heilinn nái bata, verður þú
að hætta neyslu þessara efna. Ef þú hefur neytt áfengis, lyfja eða vímuefna til að dempa niður einkenni eftirheilahristingsheilkennisins, er mikilvægt að viðurkenna að þú ert ekki að hjálpa heilanum til að lækna sig, heldur einmitt þvert á móti. Í staðinn með neyslu vímuefnanna ertu í raun að setja “grímu” á einkennin þín og þú ert að trufla getu heilans til að ná að jafna sig. Það er lykilatriði að hætta neyslu á öllum þessum efnum
því það ert einungis þú sem getur ákveðið að hætta að neyta þeirra til að eiga mögu-leikann á að ná þér almennilega. Aðeins þú, getur tekið ákvarðanir og útbúið og framfylgt bataáætlun sem hentar þér og haldið þér við þá áætlun. Þetta mun gera heilanum kleift að „gróa“, komast í betra jafnvægi og leitt til bata á einkennum eftirheilahristingsheilkennisins.

 

HEIMILDASKRÁ

Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.