SJÚKRADAGPENINGAR, ENDURHÆFINGAR–
LÍFEYRIR OG SLYSABÆTUR VEGNA
VARANLEGRAR ÖRORKU

 

Eftirheilahristingsheilkenni getur haft verulega áhrif á óvinnufærni, þ.e. að maður geti hvorki stundað nám né vinnu eftir
heilaáverka. Því getur skipt mjög miklu máli að leita að rétti sínum hvað varðar sjúkradagpeninga og endurhæfingarlífeyri,
því maður þarf nauðsynlega að geta framfært sig og fengið tekjur. Aftur á móti getur reynst erfitt að fara í gegnum svona
flókið kerfi þegar að maður er með eftirheilahristingsheilkenni, því þetta er frumskógur reglna.

Hér getur þú séð í grófum dráttum hvernig þetta ferli fer fram og hvert þú átt að leita til með þessa hluti:

 

SJÚKRA- OG SLYSADAGPENINGAR

Þegar maður lendir í slysi og er óvinnufær í meira en 21 dag getur maður átt rétt á greiðslu sjúkradagpeninga frá ríkinu eða frá stéttarfélögum. Maður þarf að koma með vottorð frá lækni sem staðfestir hvenær slysið var, hversu lengi viðkomandi hefur verið óvinnufær auk þess sem vottorðið þarf að staðfesta að viðkomandi verði óvinnufær áfram. Best er að beina kröfu um sjúkradagpeninga til stéttarfélags eða félagsþjónustu sveitarfélaga því flest stéttarfélög starfrækja sjúkrasjóði sem styrkja sjóðfélaga þegar veikindi eða slys ber að höndum. Sjúkrasjóðir stéttarfélag greiða yfirleitt sjúkradagpeninga eftir að launatekjur falla niður vegna veikinda eða slyss og dagpeningarnir eru þá greiddir frá þeim tíma þegar lögboðinni launagreiðslu frá atvinnurekanda lýkur. Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum miðað við meðaltal launa síðustu 6 mánuði áður en launagreiðslur féllu niður, t.d. er hægt að sjá upplýsingar um þetta á þessum link. Frekari upplýsingar á þessum link:

Screenshot 2019-11-18 at 15.49.29.png
 
Screenshot 2019-11-18 at 16.23.01.png
 

ENDURHÆFINGARLÍFEYRIR

Þegar maður hefur klárað allan rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum frá stéttarfélagi eða sjúkratryggingum, kann maður að eiga rétt
á endurhæfingarlífeyri ef maður er áfram óvinnufær vegna slyssins. Skilyrði þess er að maður sé í markvissri endurhæfingu með það að markmiði að geta aftur farið út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Læknir þarf að skrifa upp á vottorð fyrir endurhæfingarlífeyri og staðfesta þá bæði óvinnufærnina og markvissa endurhæfingu. Sjá betur á þessum link

 
Screenshot 2019-11-18 at 15.59.46.png
 

BÆTUR VEGNA VARANLEGRAR ÖRORKU

Ef maður hefur lent í slysi kann maður að eiga rétt á örorkubótum vegna afleiðinga slyssins ef maður verður fyrir varanlegum skaða með þeim hætti að maður nær sér ekki alveg 100%. Þá til dæmis eru mörg íþróttafélög með slysatryggingar en eru ekkert að upplýsa þá sem lenda í slysi um þær. Mjög mikilvægt er að tilkynna slysið til viðkomandi tryggingarfélags, það er tryggingafélag íþróttafélagsins, innan árs frá slysi því annars getur maður glatað bótarétti. Best er að fá lögmann til þess að sjá um þetta ferli því það þarf að skrifa læknum og sjúkraþjálfurum og safna gögnum og beina síðan kröfum að tryggingarfélaginu. Bæturnar geta verið fjárhæð sem munar um, allt frá milljón og upp úr, allt eftir því hve mikil örorkan er og hversu háar tryggingar íþróttafélagið er með. Hið sama getur átt við með annars konar slys að þau geta verið bótaskyld ef það er einhver sem ber ábyrgð á tjóninu. T.d. eru bílslys alltaf bótaskyld.

 

Ef slys verður á leið til og frá vinnu eða t.d. við íþróttaiðkun, á maður rétt á bótum fyrir varanlega örorku frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta á við ef maður nær sér ekki alveg og þarf þar af leiðandi að búa við varanlega örorku. Hér er þá um eingreiðslu að ræða eftir að bótaskylda hefur verið viðurkennd og metin af lækni. Sjá má betur á þessum link.

 
Screenshot 2019-11-18 at 16.19.14.png
 

HEIMILDASKRÁ

Sjúkratryggingar Íslands. (e.d.). Sjúkradagpeningar. Sótt 18. nóvember 2019 af https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/sjukradagpeningar/

Sjúkratryggingar Íslands. (e.d.). Spurt og svarað: Slysamál. Sótt 18. nóvember 2019 af https://www.sjukra.is/um-okkur/spurt-og-svarad/spurningar-um-slysamal/

Tryggingastofnun. (e.d.). Endurhæfingarlífeyrir. Sótt 18. nóvember 2019 af https://www.tr.is/endurhaefing/endurhaefingarlifeyrir

VR stéttarfélag. (e.d.). Sjúkradagpeningar. Sótt 18. nóvember 2019 af https://www.vr.is/styrkir-sjodir/sjukrasjodur-vr/sjukradagpeningar/