ERFIÐLEIKAR Í NÁMI OG STARFI
Af hverju erfiðleikar í námi og starfi geta átt sér stað eftir heilahristing
Heilinn þinn er mjög flókið líffæri sem stjórnar fjölbreytinni færni, enda er heilinn stjórnstöð líkamans. Það hvar vandamálin birtast í kjölfar heilahristings fer eftir staðsetningu og umfangi taugafrumuskemmda í heilanum. Ef erfiðleikar tengjast lestri, skrifum, stafsetningu eða vandamálum í stærðfræði, er staðsetning áverkans talin vera
í kringum svæðið á milli vinstra hvirfilblaðsins og vinstra hnakkablaðsins. Vandamál sem lúta að greiningu á andlitum og merkjum, vandamál varðandi félagsleg sambönd, dans
og skapandi tjáningu eru talin eiga uppruna sinn í samsvarandi svæðum nema hægra megin í heilanum.
Ef áverki eftir heilahristing hefur verið á gagnaugablaðið kemur oft upp minnisleysi hvort heldur er skammtímaminni eða langtímaminni. Ef það gerist,gætir þú lent í vandamálum við að bera kennsl á orð og stafi, með lesskilning eða við að beita réttum málfræðireglum. Ef áverkinn á hausinn kemur á hnakkann, gætu komið upp vandamál
í tengslum við augnhreyfingar eða augu og handar samhæfingu ásamt erfiðleikum með skynjun og að rifja upp orð.
Hagnýt ráð
og tillögur
Nauðsynlegt er að leita læknis og fá ráðleggingar frá læknum og sjúkraþjálfurum til að vinna sem best gegn þessum erfiðleikum. Maður getur hins vegar tekið nokkur skref
á eigin spýtur til að reyna að auðvelda bataferlið. Eftirfarandi ráð og tillögur geta hjálpað þér að byrja:
Búðu til matvörulista úr þeim matvörubúðum sem þú verslar í og skoðaðu verðmun á ýmiss konar hlutum sem þú ert vanur/vön að kaupa. Þetta nýtist ekki eingögu við að æfa tölulega færni þína, heldur gerir þetta þér einnig kleift að vita hvar er ódýrast að versla ákveðna hluti
Notaðu síma, tölvu eða önnur snjalltæki til að skrifa niður hugmyndir, lista, áætlanir, áminningar og nótur um t.d. bækur sem þig langar að lesa. Þegar minni þitt bregst er gott að styðjast við það sem þú hefur ritað, til að finna allar þessar upplýsingar á auðveldan og fljótlegan hátt.
Gott er að notast við app eins og Speechify en með því getur þú tekið mynd af texta
í bók (á ensku) og appið les textann upp fyrir þig. Þetta er einnig hægt að gera í tölvu. Ef þú kannt ekki á appið, þá er auðvelt að fletta því upp.Hægt er að stilla leturgerð, leturstærð og birtustig á skjánum í flestum tölvum.
Það getur verið gott að huga að því ef þú átt til dæmis erfitt með lestur að þá getur stundum hjálpað að velja auðlæsanlegri leturgerð og stækka letrið, svo það sé auðveldara að lesa þaðÞað er enginn skömm að því að lesa upplýsingar aftur og aftur til að innihaldið tolli lengur í minninu. Ef textinn er mjög langur er sniðugt að búta hann niður og lesa svo einn og einn bút í einu. Það hjálpar oft að skipta efninu niður í minni einingar.
Erfiðleikar í námi og starfi geta valdið mikilli vanlíðan, sérstaklega þegar erfiðleikarnir koma í veg fyrir hluti sem gefa okkur ánægju. Til dæmis að geta ekki lengur notið þess
að lesa bók, reikna stærðfræðidæmi, staðið sig í námi, skrifað tölvupósta eða yfirhöfuð framkvæma hluti sem maður þarf að gera í daglegu lífi. Sem betur fer minnka eða jafnvel hverfa erfiðleikar af þessu tagi, oft með tímanum. Mikilvægt er þó að reyna eins og þú getur að æfa þá hluti sem eru skaddaðir hjá þér og að fá þá aðstoð sem býðst í þessum málum, því öll æfing flýtir fyrir bata.
HEIMILDASKRÁ
Stoler, D. R., & Hill, B. A. (2013). Coping with concussion and mild traumatic brain injury: a guide to living with the challenges associated with post concussion syndrome and brain trauma. New York: Avery.