algengar mýtur (myths)
Þrátt fyrir að heilahristingar séu alveg gríðarlega algengir þá eru ennþá algengar mýtur eða ranghugmyndir um tilvik, greiningu og meðferð heilahristings. Hér fyrir neðan eru átta algengar mýtur leiðréttar sem
geta haft áhrif á skilning þinn á heilahristingi:
Mýtur
Ef þú missir ekki meðvitund þá er það ekki heilahristingur.
Ef að sneiðmynd, segulómun eða önnur rannsókn kemur út eðlilega þá er ég ekki með heilahristing.
Heilahristingar eru einungis tengdir íþróttameiðslum.
Hjálmar geta komið í veg fyrir heilahristinga.
Þú verður að fá högg á sjálft höfuðið til að hljóta heilahristing.
Allir sem hljóta heilahristing þurfa nauðsynlega á tölvusneiðmynd eða segulómun að halda strax
Meiðslin eða skemmdir í heilanum eftir heilahristing gerast einungis þegar sjálft höggið á sér stað.
Eldra fólk er næmara fyrir heilahristingi
Raunveruleiki
Aðeins um 10% af einstaklingum sem hljóta heilahristinga missa meðvitund.
Hefðbundin tölvusneiðmynd sýnir ekki hvort að heilahristingur hefur átt sér stað, það getur hins vegar séð hvort að það hafi t.d. komið blæðing.
Hver sem er getur fengið heilahristing, flest tilfelli heilahristinga koma ekki eftir íþróttaslys heldur föll.
Hjálmar koma EKKI í veg fyrir heilahristinga, aftur á móti geta þeir verndað okkur frá höfuðkúpubroti.
Heilahristingur getur komið af höggi á höfuðið og líka líkama.
Tölvusneiðmyndir eða segulómskoðun koma í flestum tilvikum alveg eðlilega út þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi hlotið heilahristing. Í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á alvarlegri meiðslum á heila er hægt að nota segulómun til að bera kennsl á heilaáföll sem þurfa taugaskurð-aðgerðir en tíðni þess er mjög lítil (innan við 1 prósent).
Heilahristingur felur í sér ferla á smásjástigi heilans. Efnafræðilegar breytingar geta átt sér stað í daga, vikur eða jafnvel mánuði eftir áhrif. Sum einkenni heilahristings koma fram vegna ójafnvægis í framleiðslu hormóna sem þarf til að heilinn virki eðlilega. Eftir heilahristing er heilinn einnig næmari fyrir meiðslum svo mikilvægt er að koma í veg fyrir að fá annað högg þegar þú ert ennþá að jafna þig á fyrra högginu.
Börn eru reyndar líklegri til að hljóta heilaáverka en fullorðnir og einkenni þeirra geta varið í lengri tíma og verið alvarlegri. Heili sem hefur ekki náð fullum þroska er næmari fyrir heilahristing en heili fullorðinna og gæti því þurft meiri tíma til að ná sér.
heimildir
Dunckley, V. L. (2016, 9. júní). 7 myths about concussions: common misconceptions about diagnosis, occurrence and treatment of concussions. Sótt 26. janúar 2020 af https://www.psychologytoday.com/us/blog/mental-wealth/201606/7-myths-about-concussions